Velkomin á heimasíðu Kjötsmiðjunnar

Saga Kjötsmiðjunnar

Kjötsmiðjan var stofnuð þann 12. mars 1990. Forsaga fyrirtækisins er sú, að þeir feðgar Gunnar Snorrason og sonur hans Sigurður keyptu Kjöt og álegg Smiðjuvegi 24, Kópavogi árið 1984 af Maríusi Blomsterberg. Fyrirtækið var staðsett þar til ársins 1996 þegar starfsemin flutti að Fosshálsi 27-29, en í því húsi höfðu þeir feðgar rekið Sælgætisgerðina Opal um árabil. Nafninu var síðan breytt eins og áður segir árið 1990 og er Sigurður aðaleigandi Kjötsmiðjunnar.

Skoða vörulista

Fáðu heimsent

1) Skoðaðu vörulistann
2) Sendu okkur pöntun

Við keyrum pöntunina heim til þín á höfuðborgarsvæðinu, næsta virka dag milli kl. 12 – 16.
Heimsendingargjald eru 1.500 krónur á pöntunum undir 10.000 krónum, sé pöntun hærri fellur sendingargjald niður.
Utan höfuðborgarsvæðisins, geturðu fengið sent með Flytjanda skv. þeirra gjaldskrá.

  • Kjötsmiðjan leggur áherslu á vöruvöndun og góða þjónustu.
  • Kjötsmiðjan sérhæfir sig í að þjóna veitingahúsum, hótelum, mötuneytum og einstaklingum.
  • Kjötsmiðjan býr yfir góðum tækjakosti og hefur á að skipa mjög hæfu starfsfólki.
  • Kjötsmiðjan hefur hlotið viðurkenningu fyrir góðan rekstur frá Credit Info.
  • Kjötsmiðjan selur framleiðsluvörur sínar um land allt.

Fréttir

TOP