Beikon og álegg

Kjötsmiðjan býður upp á gott úrval af kjötáleggi og beikoni. Áleggið okkar hentar bæði í nesti fyrir einstaklinga og á morgunverðarborðið t.d. fyrir gistiheimili. Einnig bjóðum við uppá smurálegg eins og kæfu.

Beikonið er hægt að fá afgreitt í ýmsum stærðum, gerðum og þykktum, dæmi 250 gr. 500 gr eða í kílópakkningum eða lauspakkað í 10 kg bökkum. Beikonið okkar er rómað fyrir gott bragð og gæði. Við framleiðum einnig piparbeikon, steikt í sneiðum og beikonkurl er fáanlegt bæði steikt eða ósteikt.