Lambakjöt

Allt lambakjötið okkar kemur frá Fjallalambi Kópaskeri. Á hverju ári er lambakjötið sem við kaupum sérvalið fyrir Kjötsmiðjuna hvað varðar stærð, holdfyllingu og fitumagn. Kjötið er látið hanga í kæli þar til fullri meyrnun hefur verið náð og mislengi eftir því um hvaða hluta lambakjötsins er að ræða. 

Það er fátt betra en íslenska lambakjötið og með þvi að velja kjötið frá Kjötsmiðjunni getur þú verið viss um að þú býður aðeins upp á það besta.