Nautakjöt

Kjötsmiðjan leggur metnað í að bjóða eingöngu upp á 1.flokks nautakjöt hvort sem það er íslenskt eða innflutt. Við móttöku kjötsins er sýrustig mælt og gengið úr skugga um að sýrustig kjötsins fari ekki yfir 5.85 ph. Það tryggir að kjötið nái að meyrna eðlilega.

Við setjum nautasteikur ekki í sölu fyrr en þær hafa náð fullri meyrnun.